Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn og friður

Nú sem alldrei fyrr þurfum við að biðja fyrir þjóð okkar.

Það segir í jakobsbréfi 4. kafla að þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki.Samkvæmt þessu orði þurfum við að biðja fyrir þjóð okkar, án þess munum við ekki öðlast það þjóðfélag sem að við vonumst eftir. Ef ekkert okkar biður Guð um að blessa landið okkar og fólkið í landinu okkar munum við ekki hljóta blessun.

þér eigið ekki af því að þér biðjið ekki.

áframhald af þessu versi er svo. Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa, þér viljið sóa því í munaði!

Við þurfum að passa okkur að vera ekki eigingjörn í bænum okkar.Við þurfum að hafa hugarfar Krists, að elska Drottinn af öllu hjarta okkar og náungann eins og sjálf okkur.

1. pét 5: 7 Varpið allri áhyggju yðar á hann (Drottinn), því að hann ber umhyggju fyrir yður.

Fillip 4: 6-7 Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðr kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.

Mér finnst þetta svo stórkostlegt vers, en það er svo oft notað á vittlausan hátt, aðeins fyrri hluti þess er lesin og fólk getur í eiðurnar að Guð muni veiti því allar óskir þeirra. Nei hann gerir mun meira en það hann gefur okkur FRIÐ sem er æðri okkar skilningi. Og það er svo miklu miklu meira og þegar að við kynnumst þessum himneska friði virðast þær óskir sem við lögðum fram fyrir hann á þeim tíma bara ekki neitt og við eignumst nýjar þrár.Eins og Jesús sagði, ég kem ekki til að gefa eins og heimurinn gefur, heldur gef ég ykkur minn frið!!!!!

1. þess 16-17 Verið ætið glaðir. Biðjið án afláts.


Fasta

Það er ekki laust við að mörgum þyki þetta orð leiðinlegt og fráhrindandi ætlað ofstækis trúarmönnum.En svo er nú bara alls ekki. Fasta er góð hvort sem þú ert trúaður eða ekki.En til eru margs konar föstur. Hægt er að fasta á ýmislegt annað en mat. Til dæmis er hægt að fasta á sjónvarp í viss langan tíma eða eins og landsmenn allir gerðu hér forðum daga föstuðu á sjónvarp á fimmtudögum.Það má með sanni segja að sjónvarp sé hinn versti tímaþjófur sem uppi hefur verið. En frábær afþreying ef rétt er notað. Nóg um það, nú er tími til að fasta fyrir landi og þjóð og vil ég hvetja hvern þann sem getur að taka sér tíma í föstu. Það þarf ekki að vera eitthvað yfirstíganlegt getur verið hádegismatur einu sinni í viku, eða sleppa sjónvarpi eitt kvöld í viku. Með föstunni komist þið nær Guði og fáið aukinn kraft í bænir ykkar. En mig langar samt sérstaklega að benda ykkur á aðra föstu sem talað er um í Biblíunni, fasta sem gengur út á það að gera öðrum gott. Það mætti segja að hið ágæta fólk á Bylgjunni hafi verið að fasta þegar að það tók sig til og gaf lopapeysur til kaldra Breta um daginn.Lesið eftirfarandi vandlega.

Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð. Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér. Þá munt þú kalla á Drottinn, og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: ,, Hér er ég!,, Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum, ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur.Jes 58:6-10.

Ég bið þess að Drottinn opinberi ykkur leyndardóminn á bak við þessa föstu og fyrirheitin sem að fylgja henni.


Gleðilegt ár

Sælt veri fólkið og Gleðilegt ár!

Mánaðarmót hjá okkur eru alltaf annasöm en nú meira en oft áður þar sem endurskipuleggja þarf hvern krók og kima og gera ráðstafanir til að reyna að haldast á floti eins og sagt er.

Ósjálfrátt lítur maður til baka og skoðar farinn veg, og hversu ósköp sem að maður hefur lært á þessum þremur árum í rekstri, maður lærir ekki hvað síst af mistökum sínum.

Ég vona að nú munu ráðamenn einnig skoða sinn farna veg og læra af þeim mistökum sem hafa verið gerð og að við öll leggja hönd á plóg við að byggja upp nýtt og réttlátara samfélag.

Góð kona mynnti mig á sæluboðorðin á fimmtudaginn, kona sem berst við hlið veikrar dóttur sinnar.

Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki.

Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.

Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.

Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.

Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.

Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.

Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.

Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.Matt 5:3-10

 


Trú, trú trú



Trú von og kærleikur.

Nú á dögum höfum við fært okkur inn í kirkjurnar og sum okkar orðið innhverf, það er, erum í okkar litla heimi í okkar litlu krúttlegu kirkju þar sem við getum blessast og haft það kósí.

Mér varð nefnilega hugsað til þessa þegar að ég fór með vinkonu minni til að biðja fyrir veikri konu, ég velti því fyrir mér hvers vegna maður hefur ekki gert þetta oftar og af hverju fólk er ekki hvatt til að fara þangað sem þörf er og biðja fyrir fólki og tala líf inn í kringumstæður þess.

Nei, við höfum fests of mikið í því að fá fólk inn í kirkjuna til okkar. Erum með sérstakar stundir fyrir þetta  og hitt til að mæta öllum hugsanlegum þörfum okkar, við erum til að mynda með lækningasamkomur, vonarsamkomur, kærleikssamkomur og  alla vegana samskomur. Og er það gott!
En við megum bara ekki festast þar, sumir kristnir halda að eina leiðin til að bjarga náunga sínum eða hjálpa honum sé með því að koma honum í kirkju á þessa eða hina samkomuna eða messuna.

En því fer fjarri, það er líf okkar sem fyrst og fremst á að hjálpa náunga þínum. Bænir þínar og kærleikur þinn í garð hans.

Trú trú trú, því meira sem að þú biður og sérð bænasvör, því meiri trú, því meira sem að þú eignast í orðinu því meiri trú og því meiri kraftur. 
Okkur á að vera allir vegir færir, ,,þú munt ekki steyta fóti þínum við steini.,,
Trú er dauð án VERKANA, en fólk sér trú þína í VERKUM þínum. Hum pælið í því.

Æfið ykkur því að æfingin skapar meistarann, byrjið heima hjá ykkur biðjið og biðjið og biðjið, takið orðið og biðjið það út aftur og aftur og aftur, ég lofa ykkur því að trú ykkar mun aukast.

Um leið og þið eruð síðan tilbúin mun Guð leiða ykkur til þeirra sem þarfnast þess við, trúið mér að það eru margir þarna úti í svo mikilli þörf sem að þið getið hjálpað.

Munið að Jesús gekk um göturnar og talaði til fólksins og læknaði það.

Munið eftir konunni sem snart Jesú, Jesú fann kraftinn fara frá sér til hennar og hún læknaðist. 

,,Hún hugsaði:, Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða. Jafnskjótt þvarr blóðlát hennar, og hún fann það á sér, að hún var heil af meini sínu. Jesús fann þegar á sjálfum sér, að kraftur hafði farið út frá honum, og hann sneri sér við í mannþrönginni og sagði: Hver snart klæði mín?,, Mark 5: 28-31.

Í bænum ykkar getið þið snert við Jesú og fundið kraft hans koma inn í líf ykkar. 
 
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. 1 Kor 13:13 

Hroki eða ráðþæging

Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.

Orðskviðirnir 13:10


Áhugamál eða lífstíll

Áhugamál er eitthvað sem að þú gælir við og leyfir sjálfum þér einhvern x tíma í mánuði eða á ári hvernig svo sem það er.

Lífstíll er eitthvað sem er hluti af lífi þínu dag frá degi.

Að vera Kristinn er minn lífstíll alla daga vikunnar allt árið í kring.

Eins og ég er móðir alla daga vikunnar allt árið í kring.

Suma daga er ég einstaklega góð móðir, aðra daga er ég kannski bara léleg móðir, það er bara einu sinni þannig að við getum ekki alltaf verið fullkomin.Það er það sama með að vera kristinn suma daga er ég góð kristinn kona og suma daga er ég léleg kristinn kona en engu að síður er ég kristinn kona alla daga, ekki bara á þeim dögum sem ég er góð kristinn kona.

Við viljum vera góðar mæður (og feður) alltaf, en það er óraunhæft.

Það er eins með þann lífstíl að vera Kristinn, við viljum vera fullkominn alla daga en það tekst ekki en við megum ekki falla í þá gryfju að fordæma sjálf okkur og gera okkur vanhæf með þeim hætti. Það er engann veginn vilji Guðs með líf okkar. Guð vill leiða okkur dag frá degi nær sér, nær þeim markmiðum sem hann hefur sett í hjarta okkar eins og til dæmis að vera góð móðir (eða faðir).

Við eigum það til að setja óraunhæfar kröfur til okkar 

Vitið þið að Jesús bætti bara einu boðorði við boðorðin tíu og það var Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta, huga og mætti og náunga þinn eins og sjálfan þig. Og síðan dó hann fyrir syndir okkar á Krossinum þar sem hann vissi að við getum ekki verið syndlaus. ,, Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

Það sem Drottinn þráir mest af öllu er hjarta þitt, að þú ELSKIR hann og börnin hanns þar með talið þig sjálfa/n.Að velja sér Kristni fyrir lífstíl er ,,win win,, hlutskipti.

Og þú skalt elska Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni öllum mætti þínum. Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig., Ekkert boðorð annað er þessum meira.,, Mark 12: 30-31 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband