Fögnuður landsins flúinn

Gleðihljóm bumbnanna er þagnað, hávaði hinna glaðværu hættur, gleðiómur gígjunnar þagnaður. Menn sitja ekki syngjandi að víndrykkju, þeim sem drekka áfengan drykk, finnst hann beiskur. Borgirnar eru lagðar í eyði, öll hús lokuð, svo að ekki verður inn komist. Á strætum er harmakvein af vínskortinum, öll gleði er horfin, fögnuður landsins flúinn. Jesaja 24:8-11.

Var maðurinn að skrifa um Ísland í dag?

Ég nú svo sem áður skil ekki alveg hvað stjórn okkar ágæta lands er að hugsa. Þeir halda áfram að gera fjölskyldur landsins veikari á fótum. Með aðgerðum sínum á hækkun á víni og bensíni hækkar vísitalan sem hækkar lánin okkar, hækka skattanna. Fjölskyldur fara á hausinn!!!  

Svo er sagt að hátekjuskattur sé bara táknrænn!! Ég efast ekki um að hann myndi að einhverju leiti hjálpa til í landinu, eða hvað haldið þið? 

Svo er sagt að þetta komi best út fyrir þá sem að hafa litlar tekjur því að þeir geta fátt gert í stöðunni miðað við þá sem að hafa meiri tekjur, fyrirgefið FÁTT, nei þeir geta EKKERT gert. Og millistéttarfólkið er að komast á þann sama stað að geta gert EKKERT í málunum. Fara á hausinn og hvað gerir ríkisstjórnin þá, setur hátekjuskatt því að það er ekkert eftir af millistéttarfólkinu til að skattleggja, það er allt farið á hausinn og farið af landi? 

Við hjónin rekum veitingahús og hefur mér verið mikið í mun að hækka ekki verðin hjá okkur þrátt fyrir að allur kostnaður hefur aukist eins og t.d. húsaleigan vegna vísitölunnar, allar vörur utanlands vegna krónunnar og þess háttar. En nú er ég tilneydd eins og svo margir aðrir í landinu, því miður.

Ég tel að ríkisstjórn lands okkar VERÐUR að finna ALVÖRU lausn fyrir fjölskyldur landsins sem eru að sliga undan ósanngjarnri skuldabirgði til þess að koma okkur út úr þessum ógöngum. Við vitum að íslenska þjóðin er dugleg og bítur á jaxlinn og heldur áfram en það má ekki hneppa henni í þrældóm og taka frá henni vonina til að komast út úr þessari skuldasúpu en svo er komið fyrir mörgum fjölskyldum í landinu.

Ég og Kalli erum nú að búa okkur undir það versta en vonum það besta í rekstrinum hjá okkur. Maður reynir að hagræða eins og maður getur án þess að þurfa að segja fólki upp vinnu, sem betur fer eru starfsmenn að hætta hjá okkur vegna flutninga svo að við þurfum því en sem komið er ekki að segja neinum upp.

Að lokum:

Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt, en sé hryggð í hjarta, er hugurinn dapur. Orðskv. 15:13

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Unnur mín.

Þessar aðgerðir eru til háborinnar skammar. Ríkisstjórnin vissi vel að vísitölutryggð lán eru að sliga heimilin en samt hækkar þau óbeint vísitöluna í formi hækkunar á áfengi og bensíni. 

Við verðum að veita ríkisstjórninni aðhald. Annars sýnist mér að þar sé allt á hverfandi hveli. Ingibjörg Sólrún hótar að slíta stjórnarsambandinu ef Geir og Co samþykkja ekki á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að hefja viðræður við ESB. Mér finnst þetta virkilega barnalegt að setja svona skilyrði því hún vissi alveg að hverju hún gekk þegar hún og Geir fóru í stjórnarhjónabandið sitt sem nú er orðið súrt.

Sæt er ástin satt er það,

sérstaklega fyrst í stað.

Svo er hún þetta sitt og hvað,

súr þegar allt er fullkomnað.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Já veistu Rósa ég er bara alveg á gata yfir stjórnvöldum, hverjum eru þeir eiginlega að bjarga???

Maður skilur að það vanti peninga í kassann en þeir geta bara ekki endalaust leitað í vasa fjölskyldna landsins, þeir eru nú bara orðnir tómir og gott betur en það með þessu frammhaldi.

Ég bara skil þetta ekki Rósa. Og maður hefur verulega áhyggjur af fólki, hugsaðu þér þá sem ekki eiga Jesú sér við hlið og hafa kannski enga von, það er mjög slæmt.

Við verðum að biðja fyrir þessum málum, við verðum að biðja fyrir fjölskyldunum og fólkinu í landinu.

Þakka þér fyrir innlitið og Guð blessi þig Rósa mín

Unnur Arna Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér Unnur,  og ég er algjörlega sammála þér.  Síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta kippt öllum rekstrargrunvelli undan veitingastöðum eins og þínum sem þýðir þá ekkert annað en minni skatttekjur fyrir ríkissjóð, þetta kalla ég að skjóta sig í löppina

Rósa mín þú ert yndisleg, en stelpur höldum áfram að vera SALT og látum heyra í okkur

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Frábær pistill hjá þér eins og vænta má frá þér dúlla

Knúss og klemm Gleðilega Jóla Hátíð vinkona 

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 16.12.2008 kl. 06:56

5 identicon

Já Guðrún, það stendur eitthvað á þá leið í Biblíunni, (þú skalt ekki múlbinda asnann, eitthvað svoleiðis, man þetta ekki alveg) En það lítur út fyrir að það sé það sem að stjórnvöld ætli sér gagnvart fjölskyldum landsins. Málið er að ef að maður er múlbundinn skilar maður minna af sér til þjóðfélagsins heldur en ella.

Eða hvað heldur þú?

Nú er að finna alvöru lausnir á málonum, nú er að leggja hausinn í bleiti og svo sannarlega að vera salt og halda áfram að láta í okkur heyra

Unnur Arna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 09:16

6 identicon

Sæl Heiða mín, rosalega er langt síðan ég hef séð þig, vona að þér og þínum dúllum líði sem allra allra best.

Þú þarft að kíkja á mig er nú komin með hvolp ,,lítinn,, Samoyd sleðahund, snjóhvítur með brún augu, algjört æði, dísarpáfagauk, Tómas enn á heimilinu og síðan er kettlingur sem á heima í næsta húsi sem er búin að ákveða að búa bara hjá okkur sem er algjört krúttíbútt

Unnur Arna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 09:19

7 identicon

Farið inn  á bloggið hans Ellert B. Schrams á vísir.is. ekki bæði haldi og sleppt.

Inga Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 14:11

8 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Sæl Unnur! Ætlaði bara kast á þig kveðju og gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hafið það sem allra best. kv Hanna Rúna

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:56

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Guð gefi þér Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 02:09

10 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Takk fyrir kastið Hanna Rúna (ha ha ha), eins og ég sagði forðum daga þú ert einstök, hlakka til að sjá þig næst. Guð blessi þig og þína

Unnur Arna Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 21:01

11 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Elsku Rósa það gleður mig að hafa kynnst þér hér á blogginu, það er greinilegt að þú ert hugrökk kona sem átt fullt af kærleika til náungans. Guð blessi þig og gefi þér kark og visku til að halda áfram að gera það sem að hann hefur kallað þig til.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 21:03

12 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Sorry þetta átti að vera kjark og visku ekki kark og visku

Unnur Arna Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband