Háski eða tækifæri

Las í morgun grein í Morgunblaðinu þar sem er rætt við Claus Moller.

Þar segir að á Kínversku er orðið krísa skrifað með tveimur táknum. Annað táknið merkir tækifæri meðan hitt táknið þýðir háski.

Nú er málið að við tökum krísuna í lífi okkar og lítum á krísuna sem tækifæri. Tækifæri til að gera nýja hluti, tækifæri til að stokka upp í lífi okkar og velta fyrir okkur hver eru okkar dýrmætustu gildi og hlúa að þeim.

Ég vil frekar grípa tækifærið í stað þess að búa í ótta við háskann.

Í greininni segir líka: ..Segir hann lykilatriði að virkja almenning til þess að hugsa skapandi í stað þess að bíða bara og taka því sem að höndum ber.,,

Við þekkjum af eigin reynslu að þegar við erum afkastamikil og skapandi líður okkur mikið betur heldur en þegar að við bíðum bara og höfum áhyggjur af því sem koma mun.

Maður þarf ekki að vera snillingur til að bera góðan ávöxt eða vera skapandi.

Kviður mannsins mettast af ávexti munns hans, af gróðri varanna mettast hann. Orðskv. 18:20 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála þér, vonandi hreinsum við ærlega til og byggjum upp réttlátt og sanngjarnt þjóðfélag, ég vil kvótann aftur til þjóðarinnar!

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 10:28

2 identicon

Unnur mín

Mikið er þett rétt hjá þér, ég er alveg sammála þér. Svo vil ég líka kvótann aftur til þjóðarinnar. Ég vil vera jákvæð og bjartsýn.

Þín tengdó

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:37

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Takk Unnur já hún verka

Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.12.2008 kl. 18:47

4 identicon

4Iðjuleysi færir örbirgð
en auðs aflar iðin hönd.   Orðskviðirnir

Ég er svo sammála, það eru alltaf tækifæri í öllum kringumstæðum og það er okkar að vinna að því að finna þessi tækifæri. 

Ella Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:49

5 identicon

Það er frábært að sjá hvað þið eruð öll bjartsýn og tilbúin að takast á við nýja hluti.

Ég veit að ykkur á eftir að vegna vel með að vera skapandi og horfa til framtíðar og nota tækifærin.

Unnur Arna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Flott innlegg. Sammála að ég vil kvótann aftur til þjóðarinnar. Fyrst hægt var að setja bankana undir ríkið í okt. þá er líka hægt að hrifsa kvótann úr eigu þeirra ríku.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2008 kl. 01:15

7 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Frábær tilaga hjá þér eins og alltaf kona bartsýninar . Mér þætti vænt um að þú gerðir það fyrir mig á mánudagsmorgun hugsa jákvætt eða byðja er að fara í smá aðgerð .

knúss og klemm 

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 4.12.2008 kl. 07:01

8 identicon

Já Rósa, margir biðja fyrir því að kvótinn komi aftur til þjóðarinnar, að við mættum lifa í réttlátara þjóðfélagi. Í bili hef ég mestar áhyggjur af skuldum heimilanna sem eru allar verðtryggðar eða í myntkörfu fólk sér ekki fram á að geta borgað og lánin hækka bara og eignirnar lækka, það þarf fólk í stjórn sem þorir að gera nýja hluti og er ekki bundið í gömlum vana, fólk sem sér hverjar eru raunverulegar stoðir landsins.

Elsku Heiða mín svo sannarlega mun ég biðja fyrir þér og gangi þér vel í aðgerðinni og í öllu því sem að þú tekur þér fyrir hendur.

Knús og klemmur er dálítið cool eins og krakkarnir segja.

Knús og klemmur

Unnur Arna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:53

9 identicon

flott blog hjá þér elskan.....haltu þessu áfram

Þinn Alexander 

Alexander (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 21:50

10 Smámynd: Árni þór

Já og hvað það er gott að hafa sjálfan skaparan með sér í gegnum allt þetta

Árni þór, 7.12.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband