Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
13.12.2008 | 11:26
Fögnuður landsins flúinn
Gleðihljóm bumbnanna er þagnað, hávaði hinna glaðværu hættur, gleðiómur gígjunnar þagnaður. Menn sitja ekki syngjandi að víndrykkju, þeim sem drekka áfengan drykk, finnst hann beiskur. Borgirnar eru lagðar í eyði, öll hús lokuð, svo að ekki verður inn komist. Á strætum er harmakvein af vínskortinum, öll gleði er horfin, fögnuður landsins flúinn. Jesaja 24:8-11.
Var maðurinn að skrifa um Ísland í dag?
Ég nú svo sem áður skil ekki alveg hvað stjórn okkar ágæta lands er að hugsa. Þeir halda áfram að gera fjölskyldur landsins veikari á fótum. Með aðgerðum sínum á hækkun á víni og bensíni hækkar vísitalan sem hækkar lánin okkar, hækka skattanna. Fjölskyldur fara á hausinn!!!
Svo er sagt að hátekjuskattur sé bara táknrænn!! Ég efast ekki um að hann myndi að einhverju leiti hjálpa til í landinu, eða hvað haldið þið?
Svo er sagt að þetta komi best út fyrir þá sem að hafa litlar tekjur því að þeir geta fátt gert í stöðunni miðað við þá sem að hafa meiri tekjur, fyrirgefið FÁTT, nei þeir geta EKKERT gert. Og millistéttarfólkið er að komast á þann sama stað að geta gert EKKERT í málunum. Fara á hausinn og hvað gerir ríkisstjórnin þá, setur hátekjuskatt því að það er ekkert eftir af millistéttarfólkinu til að skattleggja, það er allt farið á hausinn og farið af landi?
Við hjónin rekum veitingahús og hefur mér verið mikið í mun að hækka ekki verðin hjá okkur þrátt fyrir að allur kostnaður hefur aukist eins og t.d. húsaleigan vegna vísitölunnar, allar vörur utanlands vegna krónunnar og þess háttar. En nú er ég tilneydd eins og svo margir aðrir í landinu, því miður.
Ég tel að ríkisstjórn lands okkar VERÐUR að finna ALVÖRU lausn fyrir fjölskyldur landsins sem eru að sliga undan ósanngjarnri skuldabirgði til þess að koma okkur út úr þessum ógöngum. Við vitum að íslenska þjóðin er dugleg og bítur á jaxlinn og heldur áfram en það má ekki hneppa henni í þrældóm og taka frá henni vonina til að komast út úr þessari skuldasúpu en svo er komið fyrir mörgum fjölskyldum í landinu.
Ég og Kalli erum nú að búa okkur undir það versta en vonum það besta í rekstrinum hjá okkur. Maður reynir að hagræða eins og maður getur án þess að þurfa að segja fólki upp vinnu, sem betur fer eru starfsmenn að hætta hjá okkur vegna flutninga svo að við þurfum því en sem komið er ekki að segja neinum upp.
Að lokum:
Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt, en sé hryggð í hjarta, er hugurinn dapur. Orðskv. 15:13
29.11.2008 | 12:14
Hroki eða ráðþæging
Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.
Orðskviðirnir 13:10
29.11.2008 | 12:11
Skortur á reikningshausum
Reikningshausarnir láta á sér standa.
Spurning um að maður hefði átt að taka stærðfræðina með meiri alvöru í skólanum???
En nema hvað, nokkrir athyglisverðir hlutir, ef einhver vill reikna það út.
,,Kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180 - 200 milljarðar króna,, Úr grein Skúla Helgarsonar í Morgunblaðinu 28. nóvember.
Ég er að velta þessu fyrir mér í samhengi við það hversu margar fjölskyldur eiga eftir að fara á hausinn og kostnað við það sem fellur á ríkið. Er í alvörunni ekki betra að setja þak á vísitöluna og koma í veg fyrir að fólk fari á hausinn???Er það ekki minni kostnaður????Ef að 10% fara á hausinn er það ekki 120 milljarðar???? Veit það ekki?
,,Fasteignaskuldir heimilanna eru 1.200 milljarðar, skuldbindingar vegna Ice Save og Edge eru 600 milljarðar. Því ætti ríkisstjórninni að vera í lófa lagið að afskrifa hluta af skuldum heimilanna vegna íbúðalána.,, Úr grein eftir Björn Z á Eyjunni.
,,En af hverju eiga lántakendur að bera alla áhættuna vegna verðbólgunnar? Af hverju taka lánveitendur (bankar og íbúðalánasjóður) ekki á sig a.m.k. hluta áhættunnar? Af hverju tekur ríkið ekki á sig hluta áhættunnar?,,Úr grein eftir Sigfús Þ. Sigmundsson 22. nóv. á Eyjunni
Reikni nú hver sem reikna vill
(p.s. ég hvet ykkur til að lesa grein Sigfúsar á Eyjunni/Betra Ísland)
Skjótfenginn auður minnkar, en sá sem safnar smátt og smátt, verður ríkur. Orðskv. 13:11
28.11.2008 | 08:23
Íslendingar deyja ekki ráðalausir
Það sannast hér með að íslendingar deyja ekki ráðalausir.
Nú er bara að finna fleiri lausnir, spurning hvort að bílasalarnir geti ekki selt verðtrygginguna úr landi og svo sem fleira????
Brimborg selur 100 nýja bíla úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2008 | 21:00
Reikningshaus
Auglýsi hér með eftir reikningshaus.
Hvað ætli stjórnvöld hafi áætlað að margar fjölskyldur fari í þrot og hætti að geta borgað af húsum sínum.
Hversu mikið tap gera þeir ráð fyrir þar?
Væri ekki minna tap af því að setja þak á vísitöluna og færri fjölskyldur færu í þrot, hefur einhver reiknað þetta út? Er hægt að setja upp svona reikningsdæmi?
Hvað ætli séu margar milljónir á bak við eftirlaunasjóð alþingismanna (versus eftirlaun almennra starfsmanna) á ársgrundvelli?
Ég hvet ykkur til að kíkja á Eyjuna og sjá grein Björns Z. Nýtt þjóðfélag.
Mjög athyglisvert