Færsluflokkur: Lífstíll
26.12.2009 | 11:58
4 spurningar
Ég las um daginn skemmtilega og fróðlega bók sem heitir The Pursuit of Holiness eftir Jerry Bridges.
Þetta er mjög uppörvandi bók sem bæði ávarpar þáttinn þar sem við eigum það til að ofnota náðina og einnig þar sem við eigum það til að detta í lögmálsverk.
Mig langar að deila með ykkur hér einni þumalputtareglu úr bókinni um hvernig við getum vitað muninn á réttu og röngu, reglan byggist á 4 spurningum.
1. korintubréf 6:12. Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt.
Spurning 1: Er það gagnlegt, líkamlega og andlega?
1. korintubréf 6:12. Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér.
Spurning 2: Mun það hafa vald yfir mér?
1.korintubréf 8:13 Þess vegna mun ég, ef matur verður bróður mínum til falls, um aldur og ævi ekki kjöts neyta, til þess að ég verði bróður mínum ekki til falls.
Spurning 3: Verður það öðrum til falls?
1.korintubréf 10:31 Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar.
Spurning 4: Er það Guði til dýrðar.
Þegar að ég skrifa þetta hérna niður og fer í alvöru að spyrja sjálfan mig þessara spurninga, sé ég að það er svo margt sem ég þarf að laga í mínu lífi að það virðist ógerlegt.En fyrir sigurinn sem kemur í Kristi Jesú og með hjálp Heilags anda eru allir vegir færir.Við þurfum aðeins í einlægni okkar að koma með syndir okkar fram fyrir hann og biðja hann um að aðstoða okkur við að lifa samkvæmt vilja hans.Eitt skref í einu og þá getum við farið um langan veg. Eitt skref í einu.
Kær kv. Unnur Arna Sigurðardóttir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2009 | 09:50
Bæn og friður
Nú sem alldrei fyrr þurfum við að biðja fyrir þjóð okkar.
Það segir í jakobsbréfi 4. kafla að þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki.Samkvæmt þessu orði þurfum við að biðja fyrir þjóð okkar, án þess munum við ekki öðlast það þjóðfélag sem að við vonumst eftir. Ef ekkert okkar biður Guð um að blessa landið okkar og fólkið í landinu okkar munum við ekki hljóta blessun.
þér eigið ekki af því að þér biðjið ekki.
áframhald af þessu versi er svo. Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa, þér viljið sóa því í munaði!
Við þurfum að passa okkur að vera ekki eigingjörn í bænum okkar.Við þurfum að hafa hugarfar Krists, að elska Drottinn af öllu hjarta okkar og náungann eins og sjálf okkur.
1. pét 5: 7 Varpið allri áhyggju yðar á hann (Drottinn), því að hann ber umhyggju fyrir yður.
Fillip 4: 6-7 Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðr kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.
Mér finnst þetta svo stórkostlegt vers, en það er svo oft notað á vittlausan hátt, aðeins fyrri hluti þess er lesin og fólk getur í eiðurnar að Guð muni veiti því allar óskir þeirra. Nei hann gerir mun meira en það hann gefur okkur FRIÐ sem er æðri okkar skilningi. Og það er svo miklu miklu meira og þegar að við kynnumst þessum himneska friði virðast þær óskir sem við lögðum fram fyrir hann á þeim tíma bara ekki neitt og við eignumst nýjar þrár.Eins og Jesús sagði, ég kem ekki til að gefa eins og heimurinn gefur, heldur gef ég ykkur minn frið!!!!!
1. þess 16-17 Verið ætið glaðir. Biðjið án afláts.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.12.2008 | 01:01
Trú, trú trú
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2008 | 20:40
Áhugamál eða lífstíll
Áhugamál er eitthvað sem að þú gælir við og leyfir sjálfum þér einhvern x tíma í mánuði eða á ári hvernig svo sem það er.
Lífstíll er eitthvað sem er hluti af lífi þínu dag frá degi.
Að vera Kristinn er minn lífstíll alla daga vikunnar allt árið í kring.
Eins og ég er móðir alla daga vikunnar allt árið í kring.
Suma daga er ég einstaklega góð móðir, aðra daga er ég kannski bara léleg móðir, það er bara einu sinni þannig að við getum ekki alltaf verið fullkomin.Það er það sama með að vera kristinn suma daga er ég góð kristinn kona og suma daga er ég léleg kristinn kona en engu að síður er ég kristinn kona alla daga, ekki bara á þeim dögum sem ég er góð kristinn kona.
Við viljum vera góðar mæður (og feður) alltaf, en það er óraunhæft.
Það er eins með þann lífstíl að vera Kristinn, við viljum vera fullkominn alla daga en það tekst ekki en við megum ekki falla í þá gryfju að fordæma sjálf okkur og gera okkur vanhæf með þeim hætti. Það er engann veginn vilji Guðs með líf okkar. Guð vill leiða okkur dag frá degi nær sér, nær þeim markmiðum sem hann hefur sett í hjarta okkar eins og til dæmis að vera góð móðir (eða faðir).
Við eigum það til að setja óraunhæfar kröfur til okkar
Vitið þið að Jesús bætti bara einu boðorði við boðorðin tíu og það var Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta, huga og mætti og náunga þinn eins og sjálfan þig. Og síðan dó hann fyrir syndir okkar á Krossinum þar sem hann vissi að við getum ekki verið syndlaus. ,, Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.
Það sem Drottinn þráir mest af öllu er hjarta þitt, að þú ELSKIR hann og börnin hanns þar með talið þig sjálfa/n.Að velja sér Kristni fyrir lífstíl er ,,win win,, hlutskipti.
Og þú skalt elska Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni öllum mætti þínum. Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig., Ekkert boðorð annað er þessum meira.,, Mark 12: 30-31
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)