Færsluflokkur: Mannréttindi
21.10.2010 | 11:27
Haltu mér slepptu mér Jesús og láttu jólasveininn í friði
,,Það er enginn að eyðileggja jólin. Í drögunum er þess sérstaklega getið að ekki er ætlunin með þeim að hrófla við hefðbundnum jólaundirbúningi leik- og grunnskóla. Litlu-jólin, jólaföndrið, jólaböllin og annar sígildur undirbúningur jóla verður eftir sem áður veruleiki reykvískra leik- og grunnskólabarna.,,Skrifar Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar 18. október 2010
Ég skil ekki þessa lognmollu, af hverju farið þið ekki alla leið víst að þið eruð byrjuð.Takið líka jólasveininn út! Það er verið að ljúga af börnum okkar kynslóð eftir kynslóð. Hættið með þetta bull að gefa jóla og páskafrí. Hvernig haldið þið að öðru fólki í landinu líði yfir hátíðarnar! Hafið frekar vetrar og vorfrí sem hver og einn getur valið að taka sér á þeim tíma sem hentar honum.Þetta er líka örugglega þjóðfélagslega hagkvæmt, enginn þarf að loka fyrirtækjum, og vinnuveitendur þurfa ekki að borga himinhá laun ef að þeir hafa opið á rauðum degi.
,,Ómálefnalega umræðu hræðist ég hins vegar eins og pestina - sér í lagi þegar hún tekur á sig mynd útlendingahaturs. 
En sú hræðsla kemur ekki í veg fyrir að við mótum samfélag sem tekur sífellt meira tillit til margbreytileikans.,, Skrifar Oddný einnig
Við þurfum svo sannarlega að aðlagast fjölmenningarsamfélagi okkar, já hvaða bull er það að 80-90% þjóðarinnar vilji halda í gömul gyldi, hvað þá að hlusta á þær háværu raddir!. Þetta eru líka líklega allt saman útlendingahatarar.
Göngum alla leið breytum þjóðsöngi okkar í ÞÖGN þá móðgum við ekki neinn!
16.1.2009 | 19:27
Stríð
Mér hefur verið hugsað til þess undanfarið hvað það er sem veldur því að sum stríð fá meiri umfjöllun en önnur og sum stríð er umheiminum meira í mun að stöðva en önnur. Ég veit ekki svarið. En mér verður hugsað til orða kanadísks manns sem vann í friðargæslu í Rúanda sem sagði að svört líf væru minna virði en hvít líf. Hann sagði þetta með mikilli hryggð.
Bróðir minn fór að skoða hversu margir hafa fallið í hinum ýmsu stríðum á netinu og tölurnar sem eru gefnar upp þar eru sláandi (www.antiwar.com).
Darfur 200-400 þúsund látið lífið frá 2003.
Rúanda 1994 Frá apríl til miðjan júlí féllu 800-1000.000 manns.
Júgóslavía sér maður tölur 500-1000.000 manns.
Írak 1.307.319 manns.
Þetta er hræðilegt. Þetta opnar líka augu manns fyrir því hvílík forréttindi það eru að vera íslendingur.