Verum bjartsýn

Þá er komið að því að fara að láta í sér heyra.Við lifum á furðulegum tímum hér á Íslandi. Undanfarin ár hefur velmegun verið í þjóðfélaginu (án þess þó að allir hafi kannski notið hennar). En engu að síður hefur þetta veitt manni vissa öryggistilfinningu, en það er einmitt þar sem er svo auðvelt að sofna á verðinum og verða værukær.

 

Ekkert er svo slæmt að það boði ekki eitthvað gott hver hefur ekki heyrt þetta.

En ég trúi því að þetta eigi vel við núna.

Þjóðin hefur vaknað upp og er tilbúin að taka til hendinni, tala gegn óréttlæti og krefst þess að siðferði verði endurskoðað. Þetta er hið besta mál. Nú þurfum við að vera vakandi yfir hinu nýja íslandi sem er að skapast og taka þátt í umræðunni, koma á framfæri okkar gildum og siðferði. Koma með lausnir sem verða til góðs fyrir land okkar og þjóð. 

Hættum að hvísla heima hjá okkur og látum í okkur heyra!

Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs..... Róm 8:28 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær pistill hjá þér Unnur, það eru svo sannarlega merkilegir tímar í öllum heiminum, og eiginlega er maður ekki almennilega búinn að melta allt það sem gengið hefur yfir þjóðina okkar undanfarið.  En ég held fast í Drottinn Jesú Krist, hann veitir manni styrk til að takast á við allt mótlæti og gefur svo sannan innri frið sem er æðri öllum skilningi

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.11.2008 kl. 23:32

2 identicon

Hæ sæta frænka,nú lýst mér sko á þig ........ vertu nú dugleg að blogga!!! kv unnsa punnsa

Ununur Perla (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Til hamingju með bloggið vinkona. Orð i tíma töluð.

knús Heiða og co

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 26.11.2008 kl. 23:47

4 identicon

hæj unnur min,

þetta er Glæsilegt blogg hjá þér væna min flott að einhver okkar lætur i sér heyra:!!

nu skulum við standa saman og fylgjum Guði ,látum hann leiða okkur á rétta braut

með Ástar kveðju Alexander

Alexander (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Frábært að hitta ykkur svona á netinu, þetta er bara algjör snilld. Guð geymi ykkur snúllur

Unnur Arna Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Árni þór

Já góð færsla, þetta eru orð í tíma töluð eins og þér einni er lagið Unnur.

Svona okkar á milli þá segir maður ekki núna; salt kjöt og baunir, túkall, heldur maís baunir og poppkorn

Árni þór, 27.11.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

NÁKVÆMLEGA Árni ég heyri í þér hátt og skírt. ha ha ha ha

Unnur Arna Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 00:38

8 identicon

Hæ sæta mín mikið er gaman að hitta þig hérna, nú getur maður farið að vera í sambandi aftur ég er greinilega svo langt frá, alla leið á Akureyri hahaha, vonandi heldur netsambandið klsdæajælkgkhg jkæs oshit er þetta eitthvað að rofna.........Bið að heilsa öllum þínum og get ekki beðið eftir því að fá myndir af börnunum þínum hér á síðuna;-)

Kveðja Heba

Heba (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:01

9 identicon

Hæ Unnur mín!

Gott framtak hjá þér!  Er stolt af þér vinkona.

Knús,

Stella

Stella (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 11:47

10 identicon

Gott hjá þér Unna mín,

Haltu áfram.

tengdó 

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband