27.11.2008 | 20:40
Áhugamál eða lífstíll
Áhugamál er eitthvað sem að þú gælir við og leyfir sjálfum þér einhvern x tíma í mánuði eða á ári hvernig svo sem það er.
Lífstíll er eitthvað sem er hluti af lífi þínu dag frá degi.
Að vera Kristinn er minn lífstíll alla daga vikunnar allt árið í kring.
Eins og ég er móðir alla daga vikunnar allt árið í kring.
Suma daga er ég einstaklega góð móðir, aðra daga er ég kannski bara léleg móðir, það er bara einu sinni þannig að við getum ekki alltaf verið fullkomin.Það er það sama með að vera kristinn suma daga er ég góð kristinn kona og suma daga er ég léleg kristinn kona en engu að síður er ég kristinn kona alla daga, ekki bara á þeim dögum sem ég er góð kristinn kona.
Við viljum vera góðar mæður (og feður) alltaf, en það er óraunhæft.
Það er eins með þann lífstíl að vera Kristinn, við viljum vera fullkominn alla daga en það tekst ekki en við megum ekki falla í þá gryfju að fordæma sjálf okkur og gera okkur vanhæf með þeim hætti. Það er engann veginn vilji Guðs með líf okkar. Guð vill leiða okkur dag frá degi nær sér, nær þeim markmiðum sem hann hefur sett í hjarta okkar eins og til dæmis að vera góð móðir (eða faðir).
Við eigum það til að setja óraunhæfar kröfur til okkar
Vitið þið að Jesús bætti bara einu boðorði við boðorðin tíu og það var Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta, huga og mætti og náunga þinn eins og sjálfan þig. Og síðan dó hann fyrir syndir okkar á Krossinum þar sem hann vissi að við getum ekki verið syndlaus. ,, Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.
Það sem Drottinn þráir mest af öllu er hjarta þitt, að þú ELSKIR hann og börnin hanns þar með talið þig sjálfa/n.Að velja sér Kristni fyrir lífstíl er ,,win win,, hlutskipti.
Og þú skalt elska Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni öllum mætti þínum. Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig., Ekkert boðorð annað er þessum meira.,, Mark 12: 30-31
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
frábær færsla hjá þér. Trúin er lífstíll af bestu sort.
bk.
Linda.
Linda, 28.11.2008 kl. 04:35
Tek undir hvert einasta orð hjá þér Unnur
Guðrún Sæmundsdóttir, 28.11.2008 kl. 09:30
þetta er mjög flott ræða.
Vá unnur þyrtir að komast í stól og tala ég var virkilega snortin að lesa þetta svo mikil sannleikur. Mikil opinberun ég er kristin alla daga og stundum ekki svo góð love you. Gott að hita á þig í dag þó það væir ekki nema smá .
kveðja. Elva Dís
Elva Dís (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 00:18
Elsku Elva mín, í stól fer Unnur bara að nötra og skjálfa, manstu ekki eftir íslenskutímunum í meistaraskólanum þar sem ég fékk sérmeðferð af því að það var næstum liðið yfir mína í tíma fyrir framan félagana. Ha ha ha ha, gaman gama.
Það var frábært að sjá þig!!!!!
Unnur Arna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.