26.12.2008 | 13:57
Vingjarnleg orð
Sælt veri fólkið, við lifðum af Þorláksmessu þrátt fyrir ilminn af skötunni, má segja að við höfum fyllt húsið en 84 komu til okkar í skötu og saltfisk þar af afgreiddum við 77 manns á einni klukkustund, var smá stress en allt gekk vel. Síðustu helgina fyrir jól gat maður fundið að titringur var í fólki, stress og áhyggjur sá maður á herðum margra og fólk veit ekki hvernig það á að bregðast við.
Nú þurfum við að rísa upp sem einstaklingar og þjóð og tala líf og kærleika til hvers annars á árinu sem er að koma, við þurfum að vera ljós í myrkri og uppörva fólk og rétta fram hjálparhönd.
Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin. Orðskv. 16:24.
Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka. Heb 10:24
Athugasemdir
Guð gefi þér og þínum Gleðileg Jól og farsæld á komandi ári
Kveðja
Birgirsm, 26.12.2008 kl. 17:30
Takk fyrir kveðjuna Birgir.
Kær kveðja
Unnur Arna Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 21:09
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Rétt hjá þér, við skulum reyna að sýna kristilegan kærleika og koma fram við alla eins og jafningja. Það gerði Jesús. allir voru jafningjar hans sem var og er hinn eilífi konungur.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa Konungsdóttir
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:01
Takk sömuleiðis Ruslana. Bið þess að 2009 verði þér og þínum gleðilegt og gefandi
Kær kveðja
Unnur Arna Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 12:59
Já Rósa, Jesús er besta fyrirmyndin
Unnur Arna Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 13:01
Já við lifum af skötu.
Já Jesús er bestu Guð Blessi þig
Gleðileg jól

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 27.12.2008 kl. 16:35
Að lifa það er sko afrek útaf fyrir sig. Eða það finnst mér allavegana
Unnur Arna Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 16:57
Blessuð elsku systir vinkona og alles, en mikið saknaði ég þess að komast ekki í skötu til þín, Kolli og Toni fóru upp í Kross, og voru sammála að þeir færu næst til Unnar, þeir höfðu samanburð, Guð blessi og geymi þig og alla þína þú ert algjör perla og það eru forrétinda að fá að eiga þig sem vinkonu
Ella sannur hamingjusamur Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 14:32
Sæl og blessuð.
Lítill heimurinn. Ella, Kolli og Toni. Ég kannast nú við þessi nöfn.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa sannur hamingjusamur Vopnfirðingur.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.12.2008 kl. 15:54
Sæl elsku Ella mín og gleðileg jól og allt það, maður hefur bara verið á haus í desember, allt gengið upp sem við lögðum upp með í byrjun desember eins og þú last þá var töluvert meira að gera í skötunni hjá okkur í ár heldur enn í fyrra, en þegar að ég hafði náð andanum fór ég einmitt að sakna ykkar þarna á þorláksmessu og fattaði þá að þú værir sennilega að vinna.
Nú er bara verið að reyna að leggja nýjar línur fyrir árið 2009, við verðum að gera eitthvað til að haldast á floti og ég vona bara að það gangi jafn vel og desember.
Elsku Ella mín svo sannarlega ert þú sönn, að ég tali ekki um hamingjusöm og það væri náttúrulega ekkert vit í öðru en að vera Hafnfirðingur.
Ég hlakka til að takast á við ný verkefni á árinu 2009 sem að ég er viss um að þú sért einnig, það er forvitnilegt að vita hvernig Guð ætlar að starfa á þessu ári. Ég er mjög spennt að sjá hvað hann hefur fyrirbúið fyrir okkur.
Kærleikskveðjur Unnur Arna
Unnur Arna Sigurðardóttir, 28.12.2008 kl. 17:34
Já Rósa þetta er hún eina sanna Ella.
Vonast til að fá að sjá þig á nýju ári.
Kær kveðja
Unnur Arna Sigurðardóttir, 28.12.2008 kl. 17:35
Elsku vinkona, það er aldeilis! elda skötu oní allan þenna fjölda, vonandi varstu laus við lyktina úr hárinu fyrir jólahátíðina.
það verður bara blessun hjá bænaskyttunum þremur á nýju ári
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.12.2008 kl. 14:42
Já Guðrún ég trúi því
Unnur Arna Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 16:17
sæl unnur min:D fá hvað það er flott að heyra að mikið hafi verið að gera á þorláksmessu,, ég hugsaði mikið um ykkur og hefði allveg verið til í að vera hjá ykkur,,,,en gleðileg jól og farsældir á nýu ári
Alexander (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:58
Jæja systur þið eruð frábærar, og hetjur Guðs. Ég hlakka til næsta árs, Guð hefur eitthvað stórkostlegt fyrir okkur á næsta ári. Við höldum áfram að biðja og leifum honum að vera við stjórn þá fer allt vel. VIÐ ERUM Í SIGURLIÐINU. Og svo sendum við blessunarkveðjur á Vopnafjörð, megi Guð blessa þig Rósa mín á komandi ári sem aldrei fyrr.
Ella Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 23:52
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Gleðilegt ár Unnur Arna
Guð blessi ykkur ríkulega.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:16
Gleðilegt ár elsku Unnur mín til þín og þinna Guð geymi ykkur!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:37
Alexander minn, þín er sárt saknað hjá okkur. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Kær kv.
Unnur Arna Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 19:08
Elsku Ella, Rósa og Bryndís. Takk fyrir kveðjuna. Hlakka til að sjá ykkur allar á nýju ári.
Kveðja frá einni í sigurliðinu
Unnur Arna Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 19:09
Elsku Unna mín
Takk fyrir jólin og allt ég óska þér og ykkur öllum Herjólfsbúum innilega gleðilegs og góðs árs 2009, meigi það verða ykkur og okkur öllum landsmönnum til góðs.
tengdó
Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.