16.1.2009 | 19:27
Stríð
Mér hefur verið hugsað til þess undanfarið hvað það er sem veldur því að sum stríð fá meiri umfjöllun en önnur og sum stríð er umheiminum meira í mun að stöðva en önnur. Ég veit ekki svarið. En mér verður hugsað til orða kanadísks manns sem vann í friðargæslu í Rúanda sem sagði að svört líf væru minna virði en hvít líf. Hann sagði þetta með mikilli hryggð.
Bróðir minn fór að skoða hversu margir hafa fallið í hinum ýmsu stríðum á netinu og tölurnar sem eru gefnar upp þar eru sláandi (www.antiwar.com).
Darfur 200-400 þúsund látið lífið frá 2003.
Rúanda 1994 Frá apríl til miðjan júlí féllu 800-1000.000 manns.
Júgóslavía sér maður tölur 500-1000.000 manns.
Írak 1.307.319 manns.
Þetta er hræðilegt. Þetta opnar líka augu manns fyrir því hvílík forréttindi það eru að vera íslendingur.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Hæ Unnur! dugleg varstu að koma þér upp þessari síðu.
Ég veit nú ekki með þetta að vera íslendingur vs forréttindi, en hvítur jú þar eum við heppnar, ennþá.
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 13:39
já það er gott að búa á Íslandi. Og takk fyrir að gefa upp netfangi um þessa tölu
Guð/Jesús blessi heiminn
Það er gaman að lesa bloggi þig
áfram þú í Guðs höndum
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 21.1.2009 kl. 16:37
Takk fyrir það Guðrún, þú veist að ég er dálítið seinþroska. En er ekki sagt að góðir hlutir gerast hægt. He he he
Unnur Arna Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 10:13
Já Gunnlaugur við erum svo sannarlega heppinn að fá að búa hér í þessu friðsæla landi
Unnur Arna Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.