4 spurningar

 Ég las um daginn skemmtilega og fróðlega bók sem heitir The Pursuit of Holiness eftir Jerry Bridges.

Þetta er mjög uppörvandi bók sem bæði ávarpar þáttinn þar sem við eigum það til að ofnota náðina og einnig þar sem við eigum það til að detta í lögmálsverk.

Mig langar að deila með ykkur hér einni þumalputtareglu úr bókinni um hvernig við getum vitað muninn á réttu og röngu, reglan byggist á 4 spurningum.

1. korintubréf 6:12. Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt.

Spurning 1: Er það gagnlegt, líkamlega og andlega?

1. korintubréf 6:12. Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér.

Spurning 2: Mun það hafa vald yfir mér?

1.korintubréf 8:13 Þess vegna mun ég, ef matur verður bróður mínum til falls, um aldur og ævi ekki kjöts neyta, til þess að ég verði bróður mínum ekki til falls.

Spurning 3: Verður það öðrum til falls?

1.korintubréf 10:31 Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar.

Spurning 4: Er það Guði til dýrðar.

Þegar að ég skrifa þetta hérna niður og fer í alvöru að spyrja sjálfan mig þessara spurninga, sé ég að það er svo margt sem ég þarf að laga í mínu lífi að það virðist ógerlegt.En fyrir sigurinn sem kemur í Kristi Jesú og með hjálp Heilags anda eru allir vegir færir.Við þurfum aðeins í einlægni okkar að koma með syndir okkar fram fyrir hann og biðja hann um að aðstoða okkur við að lifa samkvæmt vilja hans.Eitt skref í einu og þá getum við farið um langan veg. Eitt skref í einu.

Kær kv. Unnur Arna Sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Elsku Unnur

það  mjög erfitt að skilja suma hluti en þá er gott að vita að sá sem allt veit þykir ennþá vænt um mann. En  við þurfum líka að muna að þakka það sem er gert gott fyrir okkur.

Kveðja þín systir Regína

Regína G. Arngrímsdólttir (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Ekki spurning Gína mín. Í öllum hlutum eigum við að vera þakklát.

Að þakka fyrir það sem maður á í staðinn fyrir að vandræðast yfir því sem maður á ekki eða fær ekki er galdurinn. Og já hann sem veit allt alla okkar veikleika og styrkleika, sama hversu vittlaus við getum stundum verið og hagað okkur kjánalega þá elskar hann okkur meira en nokkur annar.

Ég á honum líf mitt að launa.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 26.12.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Við erum lánsamar að vera dætur konungsins.

Gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir samfylgdina á blogginu og hittinginn hjá þér.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband