Að eiga góðan vin

Maður stendur einn og enginn annar með honum, hann á hvorki son né bróður, og þó er enginn endir á öllu striti hans, og augu hans mettast ekki á auðlegð. En fyrir hvern er ég þá að stritast og fyrir hvern læt ég þá sál mína fara góðs á mis? Einnig þetta er hégómi og leið þraut.

Betri eru tveir en einn, með því að þeir hafa góð laun fyrir strit sitt. Því að falli annar þeirra, þá getur hinn reist félaga sinn á fætur, en vei einstæðingnm, sem fellur og enginn annar er til að reisa á fætur. Sömuleiðis ef tveir sofa saman, þá er þeim heitt, en sá sem er einn, hvernig getur honum hitnað? Og ef einhver ræðst á þann sem er einn, þá munu tveir geta veitt honum mótstöðu, og þrefaldan þráð er eigi auðvelt að slíta.

Predikarinn 4: 8-12


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Það er svo gott að eiga góða trausta vini sem eru til takt ef eitthvað á bjátar.

"Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir." Orðskv.17:17.

"Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft." Úr Hávamálum.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Þetta var skemmtilegt Rósa, þarna úr Hávamálum. Takk fyrir þetta.

Kær kv.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 16:18

3 identicon

hæ skvís bara að kvitta, gott hjá þér,

bkv GMG

Guðrún M (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þú ert mér svo dýrmæt kæra vinkona

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.3.2009 kl. 12:42

5 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Takk fyrir kíkið Guðrún mín

Unnur Arna Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 08:52

6 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Sömuleiðis Guðrún Sæm

Unnur Arna Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 08:52

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ekkert er betra en góð vinátta.

Jens Sigurjónsson, 21.3.2009 kl. 20:47

8 identicon

Hæ sæta rakst á nafnið þitt kannaðist við það.

Vona að allt sé gott að frétta af ykkur, við Baddi höfum það fínt í Ameríkunni.

Knús Sara

Sara Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 18:38

9 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Elsku Sara frábært að hitta þig hér, ég týndi e-mailinu ykkar, ertu kanski inni á facebook, endilega sendu mér annaðhvort svo að ég geti sent ykkur línu. Við höfum það mjög fínt.

knús og kossar frá okkur öllum :)

Unnur Arna Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband