21.10.2010 | 11:27
Haltu mér slepptu mér Jesús og láttu jólasveininn í friði
,,Það er enginn að eyðileggja jólin. Í drögunum er þess sérstaklega getið að ekki er ætlunin með þeim að hrófla við hefðbundnum jólaundirbúningi leik- og grunnskóla. Litlu-jólin, jólaföndrið, jólaböllin og annar sígildur undirbúningur jóla verður eftir sem áður veruleiki reykvískra leik- og grunnskólabarna.,,Skrifar Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar 18. október 2010
Ég skil ekki þessa lognmollu, af hverju farið þið ekki alla leið víst að þið eruð byrjuð.Takið líka jólasveininn út! Það er verið að ljúga af börnum okkar kynslóð eftir kynslóð. Hættið með þetta bull að gefa jóla og páskafrí. Hvernig haldið þið að öðru fólki í landinu líði yfir hátíðarnar! Hafið frekar vetrar og vorfrí sem hver og einn getur valið að taka sér á þeim tíma sem hentar honum.Þetta er líka örugglega þjóðfélagslega hagkvæmt, enginn þarf að loka fyrirtækjum, og vinnuveitendur þurfa ekki að borga himinhá laun ef að þeir hafa opið á rauðum degi.
,,Ómálefnalega umræðu hræðist ég hins vegar eins og pestina - sér í lagi þegar hún tekur á sig mynd útlendingahaturs. 
En sú hræðsla kemur ekki í veg fyrir að við mótum samfélag sem tekur sífellt meira tillit til margbreytileikans.,, Skrifar Oddný einnig
Við þurfum svo sannarlega að aðlagast fjölmenningarsamfélagi okkar, já hvaða bull er það að 80-90% þjóðarinnar vilji halda í gömul gyldi, hvað þá að hlusta á þær háværu raddir!. Þetta eru líka líklega allt saman útlendingahatarar.
Göngum alla leið breytum þjóðsöngi okkar í ÞÖGN þá móðgum við ekki neinn!
26.12.2009 | 11:58
4 spurningar
Ég las um daginn skemmtilega og fróðlega bók sem heitir The Pursuit of Holiness eftir Jerry Bridges.
Þetta er mjög uppörvandi bók sem bæði ávarpar þáttinn þar sem við eigum það til að ofnota náðina og einnig þar sem við eigum það til að detta í lögmálsverk.
Mig langar að deila með ykkur hér einni þumalputtareglu úr bókinni um hvernig við getum vitað muninn á réttu og röngu, reglan byggist á 4 spurningum.
1. korintubréf 6:12. Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt.
Spurning 1: Er það gagnlegt, líkamlega og andlega?
1. korintubréf 6:12. Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér.
Spurning 2: Mun það hafa vald yfir mér?
1.korintubréf 8:13 Þess vegna mun ég, ef matur verður bróður mínum til falls, um aldur og ævi ekki kjöts neyta, til þess að ég verði bróður mínum ekki til falls.
Spurning 3: Verður það öðrum til falls?
1.korintubréf 10:31 Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar.
Spurning 4: Er það Guði til dýrðar.
Þegar að ég skrifa þetta hérna niður og fer í alvöru að spyrja sjálfan mig þessara spurninga, sé ég að það er svo margt sem ég þarf að laga í mínu lífi að það virðist ógerlegt.En fyrir sigurinn sem kemur í Kristi Jesú og með hjálp Heilags anda eru allir vegir færir.Við þurfum aðeins í einlægni okkar að koma með syndir okkar fram fyrir hann og biðja hann um að aðstoða okkur við að lifa samkvæmt vilja hans.Eitt skref í einu og þá getum við farið um langan veg. Eitt skref í einu.
Kær kv. Unnur Arna Sigurðardóttir
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2009 | 08:52
Þreytumst ekki
Þreytumst ekki, höldum áfram þó að kvölda tekur.
,,Sá sem sífellt gáir að vindinum, sáir ekki, og sá sem sífellt horfir á skýin, uppsker ekki.,, Pred 11:4.
Við megum ekki festast í kringumstæðum, við verðum að halda áfram að sá og uppskera, halda áfram að vinna, halda áfram að lifa, halda áfram að hafa hugsjónir og finna leiðir til að láta hugsjónir rætast.
,,Sá sæði þínu að morgni og lát hendur þínar eigi hvílast að kveldi, því að þú veist ekki, hvað muni heppnast, þetta eða hitt, eða hvort tveggja verði gott.,, Pred 11:6.
Látum ekki hugfallast þó að eitthvað gangi ekki upp, látum ekki hugfallast þó við séum farin að grána, höldum áfram því eins og predikarinn segir. Við vitum ekki hvað gengur upp fyrr en við látum reyna á það.Stöndum ekki bara og horfum á skýin, förum út á akurinn og vinnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2009 | 09:27
Að eiga góðan vin
Maður stendur einn og enginn annar með honum, hann á hvorki son né bróður, og þó er enginn endir á öllu striti hans, og augu hans mettast ekki á auðlegð. En fyrir hvern er ég þá að stritast og fyrir hvern læt ég þá sál mína fara góðs á mis? Einnig þetta er hégómi og leið þraut.
Betri eru tveir en einn, með því að þeir hafa góð laun fyrir strit sitt. Því að falli annar þeirra, þá getur hinn reist félaga sinn á fætur, en vei einstæðingnm, sem fellur og enginn annar er til að reisa á fætur. Sömuleiðis ef tveir sofa saman, þá er þeim heitt, en sá sem er einn, hvernig getur honum hitnað? Og ef einhver ræðst á þann sem er einn, þá munu tveir geta veitt honum mótstöðu, og þrefaldan þráð er eigi auðvelt að slíta.
Predikarinn 4: 8-12
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.2.2009 | 09:50
Bæn og friður
Nú sem alldrei fyrr þurfum við að biðja fyrir þjóð okkar.
Það segir í jakobsbréfi 4. kafla að þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki.Samkvæmt þessu orði þurfum við að biðja fyrir þjóð okkar, án þess munum við ekki öðlast það þjóðfélag sem að við vonumst eftir. Ef ekkert okkar biður Guð um að blessa landið okkar og fólkið í landinu okkar munum við ekki hljóta blessun.
þér eigið ekki af því að þér biðjið ekki.
áframhald af þessu versi er svo. Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa, þér viljið sóa því í munaði!
Við þurfum að passa okkur að vera ekki eigingjörn í bænum okkar.Við þurfum að hafa hugarfar Krists, að elska Drottinn af öllu hjarta okkar og náungann eins og sjálf okkur.
1. pét 5: 7 Varpið allri áhyggju yðar á hann (Drottinn), því að hann ber umhyggju fyrir yður.
Fillip 4: 6-7 Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðr kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.
Mér finnst þetta svo stórkostlegt vers, en það er svo oft notað á vittlausan hátt, aðeins fyrri hluti þess er lesin og fólk getur í eiðurnar að Guð muni veiti því allar óskir þeirra. Nei hann gerir mun meira en það hann gefur okkur FRIÐ sem er æðri okkar skilningi. Og það er svo miklu miklu meira og þegar að við kynnumst þessum himneska friði virðast þær óskir sem við lögðum fram fyrir hann á þeim tíma bara ekki neitt og við eignumst nýjar þrár.Eins og Jesús sagði, ég kem ekki til að gefa eins og heimurinn gefur, heldur gef ég ykkur minn frið!!!!!
1. þess 16-17 Verið ætið glaðir. Biðjið án afláts.
7.2.2009 | 13:25
Fasta
Það er ekki laust við að mörgum þyki þetta orð leiðinlegt og fráhrindandi ætlað ofstækis trúarmönnum.En svo er nú bara alls ekki. Fasta er góð hvort sem þú ert trúaður eða ekki.En til eru margs konar föstur. Hægt er að fasta á ýmislegt annað en mat. Til dæmis er hægt að fasta á sjónvarp í viss langan tíma eða eins og landsmenn allir gerðu hér forðum daga föstuðu á sjónvarp á fimmtudögum.Það má með sanni segja að sjónvarp sé hinn versti tímaþjófur sem uppi hefur verið. En frábær afþreying ef rétt er notað. Nóg um það, nú er tími til að fasta fyrir landi og þjóð og vil ég hvetja hvern þann sem getur að taka sér tíma í föstu. Það þarf ekki að vera eitthvað yfirstíganlegt getur verið hádegismatur einu sinni í viku, eða sleppa sjónvarpi eitt kvöld í viku. Með föstunni komist þið nær Guði og fáið aukinn kraft í bænir ykkar. En mig langar samt sérstaklega að benda ykkur á aðra föstu sem talað er um í Biblíunni, fasta sem gengur út á það að gera öðrum gott. Það mætti segja að hið ágæta fólk á Bylgjunni hafi verið að fasta þegar að það tók sig til og gaf lopapeysur til kaldra Breta um daginn.Lesið eftirfarandi vandlega.
Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð. Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér. Þá munt þú kalla á Drottinn, og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: ,, Hér er ég!,, Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum, ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur.Jes 58:6-10.
Ég bið þess að Drottinn opinberi ykkur leyndardóminn á bak við þessa föstu og fyrirheitin sem að fylgja henni.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.1.2009 | 11:29
Árni Matt
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 16:24
Gott orð
Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann ekki. Hann boðar réttinn með trúfesti. Hann daprast eigi og gefst eigi upp, uns hann fær komið inn rétti á jörðu, og fjarlægar landsálfur bíða eftir boðskap hans.
Jes 42:3-4
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2009 | 19:27
Stríð
Mér hefur verið hugsað til þess undanfarið hvað það er sem veldur því að sum stríð fá meiri umfjöllun en önnur og sum stríð er umheiminum meira í mun að stöðva en önnur. Ég veit ekki svarið. En mér verður hugsað til orða kanadísks manns sem vann í friðargæslu í Rúanda sem sagði að svört líf væru minna virði en hvít líf. Hann sagði þetta með mikilli hryggð.
Bróðir minn fór að skoða hversu margir hafa fallið í hinum ýmsu stríðum á netinu og tölurnar sem eru gefnar upp þar eru sláandi (www.antiwar.com).
Darfur 200-400 þúsund látið lífið frá 2003.
Rúanda 1994 Frá apríl til miðjan júlí féllu 800-1000.000 manns.
Júgóslavía sér maður tölur 500-1000.000 manns.
Írak 1.307.319 manns.
Þetta er hræðilegt. Þetta opnar líka augu manns fyrir því hvílík forréttindi það eru að vera íslendingur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2009 | 22:37
Góð grein
Mig langar að hvetja bloggvini mína og alla aðra sem ramba hér inn á að fara inn á hana bryndisevu bloggvinkonu mína og sjá færslu hennar Góð fyrirmynd.
bryndiseva.blog.is Þetta er alveg einstakt og gefur öllum von
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)