11.1.2009 | 18:18
Gleðilegt ár
Sælt veri fólkið og Gleðilegt ár!
Mánaðarmót hjá okkur eru alltaf annasöm en nú meira en oft áður þar sem endurskipuleggja þarf hvern krók og kima og gera ráðstafanir til að reyna að haldast á floti eins og sagt er.
Ósjálfrátt lítur maður til baka og skoðar farinn veg, og hversu ósköp sem að maður hefur lært á þessum þremur árum í rekstri, maður lærir ekki hvað síst af mistökum sínum.
Ég vona að nú munu ráðamenn einnig skoða sinn farna veg og læra af þeim mistökum sem hafa verið gerð og að við öll leggja hönd á plóg við að byggja upp nýtt og réttlátara samfélag.
Góð kona mynnti mig á sæluboðorðin á fimmtudaginn, kona sem berst við hlið veikrar dóttur sinnar.
Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki.
Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.Matt 5:3-10
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.12.2008 | 13:57
Vingjarnleg orð
Sælt veri fólkið, við lifðum af Þorláksmessu þrátt fyrir ilminn af skötunni, má segja að við höfum fyllt húsið en 84 komu til okkar í skötu og saltfisk þar af afgreiddum við 77 manns á einni klukkustund, var smá stress en allt gekk vel. Síðustu helgina fyrir jól gat maður fundið að titringur var í fólki, stress og áhyggjur sá maður á herðum margra og fólk veit ekki hvernig það á að bregðast við.
Nú þurfum við að rísa upp sem einstaklingar og þjóð og tala líf og kærleika til hvers annars á árinu sem er að koma, við þurfum að vera ljós í myrkri og uppörva fólk og rétta fram hjálparhönd.
Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin. Orðskv. 16:24.
Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka. Heb 10:24
13.12.2008 | 11:26
Fögnuður landsins flúinn
Gleðihljóm bumbnanna er þagnað, hávaði hinna glaðværu hættur, gleðiómur gígjunnar þagnaður. Menn sitja ekki syngjandi að víndrykkju, þeim sem drekka áfengan drykk, finnst hann beiskur. Borgirnar eru lagðar í eyði, öll hús lokuð, svo að ekki verður inn komist. Á strætum er harmakvein af vínskortinum, öll gleði er horfin, fögnuður landsins flúinn. Jesaja 24:8-11.
Var maðurinn að skrifa um Ísland í dag?
Ég nú svo sem áður skil ekki alveg hvað stjórn okkar ágæta lands er að hugsa. Þeir halda áfram að gera fjölskyldur landsins veikari á fótum. Með aðgerðum sínum á hækkun á víni og bensíni hækkar vísitalan sem hækkar lánin okkar, hækka skattanna. Fjölskyldur fara á hausinn!!!
Svo er sagt að hátekjuskattur sé bara táknrænn!! Ég efast ekki um að hann myndi að einhverju leiti hjálpa til í landinu, eða hvað haldið þið?
Svo er sagt að þetta komi best út fyrir þá sem að hafa litlar tekjur því að þeir geta fátt gert í stöðunni miðað við þá sem að hafa meiri tekjur, fyrirgefið FÁTT, nei þeir geta EKKERT gert. Og millistéttarfólkið er að komast á þann sama stað að geta gert EKKERT í málunum. Fara á hausinn og hvað gerir ríkisstjórnin þá, setur hátekjuskatt því að það er ekkert eftir af millistéttarfólkinu til að skattleggja, það er allt farið á hausinn og farið af landi?
Við hjónin rekum veitingahús og hefur mér verið mikið í mun að hækka ekki verðin hjá okkur þrátt fyrir að allur kostnaður hefur aukist eins og t.d. húsaleigan vegna vísitölunnar, allar vörur utanlands vegna krónunnar og þess háttar. En nú er ég tilneydd eins og svo margir aðrir í landinu, því miður.
Ég tel að ríkisstjórn lands okkar VERÐUR að finna ALVÖRU lausn fyrir fjölskyldur landsins sem eru að sliga undan ósanngjarnri skuldabirgði til þess að koma okkur út úr þessum ógöngum. Við vitum að íslenska þjóðin er dugleg og bítur á jaxlinn og heldur áfram en það má ekki hneppa henni í þrældóm og taka frá henni vonina til að komast út úr þessari skuldasúpu en svo er komið fyrir mörgum fjölskyldum í landinu.
Ég og Kalli erum nú að búa okkur undir það versta en vonum það besta í rekstrinum hjá okkur. Maður reynir að hagræða eins og maður getur án þess að þurfa að segja fólki upp vinnu, sem betur fer eru starfsmenn að hætta hjá okkur vegna flutninga svo að við þurfum því en sem komið er ekki að segja neinum upp.
Að lokum:
Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt, en sé hryggð í hjarta, er hugurinn dapur. Orðskv. 15:13
8.12.2008 | 01:01
Trú, trú trú
1.12.2008 | 23:39
Háski eða tækifæri
Las í morgun grein í Morgunblaðinu þar sem er rætt við Claus Moller.
Þar segir að á Kínversku er orðið krísa skrifað með tveimur táknum. Annað táknið merkir tækifæri meðan hitt táknið þýðir háski.
Nú er málið að við tökum krísuna í lífi okkar og lítum á krísuna sem tækifæri. Tækifæri til að gera nýja hluti, tækifæri til að stokka upp í lífi okkar og velta fyrir okkur hver eru okkar dýrmætustu gildi og hlúa að þeim.
Ég vil frekar grípa tækifærið í stað þess að búa í ótta við háskann.
Í greininni segir líka: ..Segir hann lykilatriði að virkja almenning til þess að hugsa skapandi í stað þess að bíða bara og taka því sem að höndum ber.,,
Við þekkjum af eigin reynslu að þegar við erum afkastamikil og skapandi líður okkur mikið betur heldur en þegar að við bíðum bara og höfum áhyggjur af því sem koma mun.
Maður þarf ekki að vera snillingur til að bera góðan ávöxt eða vera skapandi.
Kviður mannsins mettast af ávexti munns hans, af gróðri varanna mettast hann. Orðskv. 18:20
29.11.2008 | 12:14
Hroki eða ráðþæging
Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.
Orðskviðirnir 13:10
29.11.2008 | 12:11
Skortur á reikningshausum
Reikningshausarnir láta á sér standa.
Spurning um að maður hefði átt að taka stærðfræðina með meiri alvöru í skólanum???
En nema hvað, nokkrir athyglisverðir hlutir, ef einhver vill reikna það út.
,,Kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180 - 200 milljarðar króna,, Úr grein Skúla Helgarsonar í Morgunblaðinu 28. nóvember.
Ég er að velta þessu fyrir mér í samhengi við það hversu margar fjölskyldur eiga eftir að fara á hausinn og kostnað við það sem fellur á ríkið. Er í alvörunni ekki betra að setja þak á vísitöluna og koma í veg fyrir að fólk fari á hausinn???Er það ekki minni kostnaður????Ef að 10% fara á hausinn er það ekki 120 milljarðar???? Veit það ekki?
,,Fasteignaskuldir heimilanna eru 1.200 milljarðar, skuldbindingar vegna Ice Save og Edge eru 600 milljarðar. Því ætti ríkisstjórninni að vera í lófa lagið að afskrifa hluta af skuldum heimilanna vegna íbúðalána.,, Úr grein eftir Björn Z á Eyjunni.
,,En af hverju eiga lántakendur að bera alla áhættuna vegna verðbólgunnar? Af hverju taka lánveitendur (bankar og íbúðalánasjóður) ekki á sig a.m.k. hluta áhættunnar? Af hverju tekur ríkið ekki á sig hluta áhættunnar?,,Úr grein eftir Sigfús Þ. Sigmundsson 22. nóv. á Eyjunni
Reikni nú hver sem reikna vill
(p.s. ég hvet ykkur til að lesa grein Sigfúsar á Eyjunni/Betra Ísland)
Skjótfenginn auður minnkar, en sá sem safnar smátt og smátt, verður ríkur. Orðskv. 13:11
28.11.2008 | 08:23
Íslendingar deyja ekki ráðalausir
Það sannast hér með að íslendingar deyja ekki ráðalausir.
Nú er bara að finna fleiri lausnir, spurning hvort að bílasalarnir geti ekki selt verðtrygginguna úr landi og svo sem fleira????
Brimborg selur 100 nýja bíla úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2008 | 21:00
Reikningshaus
Auglýsi hér með eftir reikningshaus.
Hvað ætli stjórnvöld hafi áætlað að margar fjölskyldur fari í þrot og hætti að geta borgað af húsum sínum.
Hversu mikið tap gera þeir ráð fyrir þar?
Væri ekki minna tap af því að setja þak á vísitöluna og færri fjölskyldur færu í þrot, hefur einhver reiknað þetta út? Er hægt að setja upp svona reikningsdæmi?
Hvað ætli séu margar milljónir á bak við eftirlaunasjóð alþingismanna (versus eftirlaun almennra starfsmanna) á ársgrundvelli?
Ég hvet ykkur til að kíkja á Eyjuna og sjá grein Björns Z. Nýtt þjóðfélag.
Mjög athyglisvert
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2008 | 20:40
Áhugamál eða lífstíll
Áhugamál er eitthvað sem að þú gælir við og leyfir sjálfum þér einhvern x tíma í mánuði eða á ári hvernig svo sem það er.
Lífstíll er eitthvað sem er hluti af lífi þínu dag frá degi.
Að vera Kristinn er minn lífstíll alla daga vikunnar allt árið í kring.
Eins og ég er móðir alla daga vikunnar allt árið í kring.
Suma daga er ég einstaklega góð móðir, aðra daga er ég kannski bara léleg móðir, það er bara einu sinni þannig að við getum ekki alltaf verið fullkomin.Það er það sama með að vera kristinn suma daga er ég góð kristinn kona og suma daga er ég léleg kristinn kona en engu að síður er ég kristinn kona alla daga, ekki bara á þeim dögum sem ég er góð kristinn kona.
Við viljum vera góðar mæður (og feður) alltaf, en það er óraunhæft.
Það er eins með þann lífstíl að vera Kristinn, við viljum vera fullkominn alla daga en það tekst ekki en við megum ekki falla í þá gryfju að fordæma sjálf okkur og gera okkur vanhæf með þeim hætti. Það er engann veginn vilji Guðs með líf okkar. Guð vill leiða okkur dag frá degi nær sér, nær þeim markmiðum sem hann hefur sett í hjarta okkar eins og til dæmis að vera góð móðir (eða faðir).
Við eigum það til að setja óraunhæfar kröfur til okkar
Vitið þið að Jesús bætti bara einu boðorði við boðorðin tíu og það var Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta, huga og mætti og náunga þinn eins og sjálfan þig. Og síðan dó hann fyrir syndir okkar á Krossinum þar sem hann vissi að við getum ekki verið syndlaus. ,, Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.
Það sem Drottinn þráir mest af öllu er hjarta þitt, að þú ELSKIR hann og börnin hanns þar með talið þig sjálfa/n.Að velja sér Kristni fyrir lífstíl er ,,win win,, hlutskipti.
Og þú skalt elska Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni öllum mætti þínum. Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig., Ekkert boðorð annað er þessum meira.,, Mark 12: 30-31
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)