Færsluflokkur: Dægurmál

Skortur á reikningshausum

Reikningshausarnir láta á sér standa.

Spurning um að maður hefði átt að taka stærðfræðina með meiri alvöru í skólanum???

En nema hvað, nokkrir athyglisverðir hlutir, ef einhver vill reikna það út.

,,Kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180 - 200 milljarðar króna,, Úr grein Skúla Helgarsonar í Morgunblaðinu 28. nóvember.

Ég er að velta þessu fyrir mér í samhengi við það hversu margar fjölskyldur eiga eftir að fara á hausinn og kostnað við það sem fellur á ríkið. Er í alvörunni ekki betra að setja þak á vísitöluna og koma í veg fyrir að fólk fari á hausinn???Er það ekki minni kostnaður????Ef að 10% fara á hausinn er það ekki 120 milljarðar???? Veit það ekki?

,,Fasteignaskuldir heimilanna eru 1.200 milljarðar, skuldbindingar vegna Ice Save og Edge eru 600 milljarðar. Því ætti ríkisstjórninni að vera í lófa lagið að afskrifa hluta af skuldum heimilanna vegna íbúðalána.,, Úr grein eftir Björn Z á Eyjunni.

,,En af hverju eiga lántakendur að bera alla áhættuna vegna verðbólgunnar? Af hverju taka lánveitendur (bankar og íbúðalánasjóður) ekki á sig a.m.k. hluta áhættunnar? Af hverju tekur ríkið ekki á sig hluta áhættunnar?,,Úr grein eftir Sigfús Þ. Sigmundsson 22. nóv. á Eyjunni

Reikni nú hver sem reikna vill

(p.s. ég hvet ykkur til að lesa grein Sigfúsar á Eyjunni/Betra Ísland) 

Skjótfenginn auður minnkar, en sá sem safnar smátt og smátt, verður ríkur. Orðskv. 13:11 


Íslendingar deyja ekki ráðalausir

Það sannast hér með að íslendingar deyja ekki ráðalausir.

Nú er bara að finna fleiri lausnir, spurning hvort að bílasalarnir geti ekki selt verðtrygginguna úr landi og svo sem fleira???? 


mbl.is Brimborg selur 100 nýja bíla úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reikningshaus

Auglýsi hér með eftir reikningshaus.

 

Hvað ætli stjórnvöld hafi áætlað að margar fjölskyldur fari í þrot og hætti að geta borgað af húsum sínum.

Hversu mikið tap gera þeir ráð fyrir þar?

Væri ekki minna tap af því að setja þak á vísitöluna og færri fjölskyldur færu í þrot, hefur einhver reiknað þetta út? Er hægt að setja upp svona reikningsdæmi?

Hvað ætli séu margar milljónir á bak við eftirlaunasjóð alþingismanna (versus eftirlaun almennra starfsmanna) á ársgrundvelli? 

Ég hvet ykkur til að kíkja á Eyjuna og sjá grein Björns Z. Nýtt þjóðfélag.

Mjög athyglisvert 

 


Áhugamál eða lífstíll

Áhugamál er eitthvað sem að þú gælir við og leyfir sjálfum þér einhvern x tíma í mánuði eða á ári hvernig svo sem það er.

Lífstíll er eitthvað sem er hluti af lífi þínu dag frá degi.

Að vera Kristinn er minn lífstíll alla daga vikunnar allt árið í kring.

Eins og ég er móðir alla daga vikunnar allt árið í kring.

Suma daga er ég einstaklega góð móðir, aðra daga er ég kannski bara léleg móðir, það er bara einu sinni þannig að við getum ekki alltaf verið fullkomin.Það er það sama með að vera kristinn suma daga er ég góð kristinn kona og suma daga er ég léleg kristinn kona en engu að síður er ég kristinn kona alla daga, ekki bara á þeim dögum sem ég er góð kristinn kona.

Við viljum vera góðar mæður (og feður) alltaf, en það er óraunhæft.

Það er eins með þann lífstíl að vera Kristinn, við viljum vera fullkominn alla daga en það tekst ekki en við megum ekki falla í þá gryfju að fordæma sjálf okkur og gera okkur vanhæf með þeim hætti. Það er engann veginn vilji Guðs með líf okkar. Guð vill leiða okkur dag frá degi nær sér, nær þeim markmiðum sem hann hefur sett í hjarta okkar eins og til dæmis að vera góð móðir (eða faðir).

Við eigum það til að setja óraunhæfar kröfur til okkar 

Vitið þið að Jesús bætti bara einu boðorði við boðorðin tíu og það var Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta, huga og mætti og náunga þinn eins og sjálfan þig. Og síðan dó hann fyrir syndir okkar á Krossinum þar sem hann vissi að við getum ekki verið syndlaus. ,, Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

Það sem Drottinn þráir mest af öllu er hjarta þitt, að þú ELSKIR hann og börnin hanns þar með talið þig sjálfa/n.Að velja sér Kristni fyrir lífstíl er ,,win win,, hlutskipti.

Og þú skalt elska Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni öllum mætti þínum. Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig., Ekkert boðorð annað er þessum meira.,, Mark 12: 30-31 


Verum bjartsýn

Þá er komið að því að fara að láta í sér heyra.Við lifum á furðulegum tímum hér á Íslandi. Undanfarin ár hefur velmegun verið í þjóðfélaginu (án þess þó að allir hafi kannski notið hennar). En engu að síður hefur þetta veitt manni vissa öryggistilfinningu, en það er einmitt þar sem er svo auðvelt að sofna á verðinum og verða værukær.

 

Ekkert er svo slæmt að það boði ekki eitthvað gott hver hefur ekki heyrt þetta.

En ég trúi því að þetta eigi vel við núna.

Þjóðin hefur vaknað upp og er tilbúin að taka til hendinni, tala gegn óréttlæti og krefst þess að siðferði verði endurskoðað. Þetta er hið besta mál. Nú þurfum við að vera vakandi yfir hinu nýja íslandi sem er að skapast og taka þátt í umræðunni, koma á framfæri okkar gildum og siðferði. Koma með lausnir sem verða til góðs fyrir land okkar og þjóð. 

Hættum að hvísla heima hjá okkur og látum í okkur heyra!

Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs..... Róm 8:28 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband