Færsluflokkur: Dægurmál
28.5.2009 | 08:52
Þreytumst ekki
Þreytumst ekki, höldum áfram þó að kvölda tekur.
,,Sá sem sífellt gáir að vindinum, sáir ekki, og sá sem sífellt horfir á skýin, uppsker ekki.,, Pred 11:4.
Við megum ekki festast í kringumstæðum, við verðum að halda áfram að sá og uppskera, halda áfram að vinna, halda áfram að lifa, halda áfram að hafa hugsjónir og finna leiðir til að láta hugsjónir rætast.
,,Sá sæði þínu að morgni og lát hendur þínar eigi hvílast að kveldi, því að þú veist ekki, hvað muni heppnast, þetta eða hitt, eða hvort tveggja verði gott.,, Pred 11:6.
Látum ekki hugfallast þó að eitthvað gangi ekki upp, látum ekki hugfallast þó við séum farin að grána, höldum áfram því eins og predikarinn segir. Við vitum ekki hvað gengur upp fyrr en við látum reyna á það.Stöndum ekki bara og horfum á skýin, förum út á akurinn og vinnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 11:29
Árni Matt
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 16:24
Gott orð
Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann ekki. Hann boðar réttinn með trúfesti. Hann daprast eigi og gefst eigi upp, uns hann fær komið inn rétti á jörðu, og fjarlægar landsálfur bíða eftir boðskap hans.
Jes 42:3-4
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2009 | 19:27
Stríð
Mér hefur verið hugsað til þess undanfarið hvað það er sem veldur því að sum stríð fá meiri umfjöllun en önnur og sum stríð er umheiminum meira í mun að stöðva en önnur. Ég veit ekki svarið. En mér verður hugsað til orða kanadísks manns sem vann í friðargæslu í Rúanda sem sagði að svört líf væru minna virði en hvít líf. Hann sagði þetta með mikilli hryggð.
Bróðir minn fór að skoða hversu margir hafa fallið í hinum ýmsu stríðum á netinu og tölurnar sem eru gefnar upp þar eru sláandi (www.antiwar.com).
Darfur 200-400 þúsund látið lífið frá 2003.
Rúanda 1994 Frá apríl til miðjan júlí féllu 800-1000.000 manns.
Júgóslavía sér maður tölur 500-1000.000 manns.
Írak 1.307.319 manns.
Þetta er hræðilegt. Þetta opnar líka augu manns fyrir því hvílík forréttindi það eru að vera íslendingur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2009 | 22:37
Góð grein
Mig langar að hvetja bloggvini mína og alla aðra sem ramba hér inn á að fara inn á hana bryndisevu bloggvinkonu mína og sjá færslu hennar Góð fyrirmynd.
bryndiseva.blog.is Þetta er alveg einstakt og gefur öllum von
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.1.2009 | 18:18
Gleðilegt ár
Sælt veri fólkið og Gleðilegt ár!
Mánaðarmót hjá okkur eru alltaf annasöm en nú meira en oft áður þar sem endurskipuleggja þarf hvern krók og kima og gera ráðstafanir til að reyna að haldast á floti eins og sagt er.
Ósjálfrátt lítur maður til baka og skoðar farinn veg, og hversu ósköp sem að maður hefur lært á þessum þremur árum í rekstri, maður lærir ekki hvað síst af mistökum sínum.
Ég vona að nú munu ráðamenn einnig skoða sinn farna veg og læra af þeim mistökum sem hafa verið gerð og að við öll leggja hönd á plóg við að byggja upp nýtt og réttlátara samfélag.
Góð kona mynnti mig á sæluboðorðin á fimmtudaginn, kona sem berst við hlið veikrar dóttur sinnar.
Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki.
Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.Matt 5:3-10
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.12.2008 | 13:57
Vingjarnleg orð
Sælt veri fólkið, við lifðum af Þorláksmessu þrátt fyrir ilminn af skötunni, má segja að við höfum fyllt húsið en 84 komu til okkar í skötu og saltfisk þar af afgreiddum við 77 manns á einni klukkustund, var smá stress en allt gekk vel. Síðustu helgina fyrir jól gat maður fundið að titringur var í fólki, stress og áhyggjur sá maður á herðum margra og fólk veit ekki hvernig það á að bregðast við.
Nú þurfum við að rísa upp sem einstaklingar og þjóð og tala líf og kærleika til hvers annars á árinu sem er að koma, við þurfum að vera ljós í myrkri og uppörva fólk og rétta fram hjálparhönd.
Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin. Orðskv. 16:24.
Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka. Heb 10:24
8.12.2008 | 01:01
Trú, trú trú
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2008 | 23:39
Háski eða tækifæri
Las í morgun grein í Morgunblaðinu þar sem er rætt við Claus Moller.
Þar segir að á Kínversku er orðið krísa skrifað með tveimur táknum. Annað táknið merkir tækifæri meðan hitt táknið þýðir háski.
Nú er málið að við tökum krísuna í lífi okkar og lítum á krísuna sem tækifæri. Tækifæri til að gera nýja hluti, tækifæri til að stokka upp í lífi okkar og velta fyrir okkur hver eru okkar dýrmætustu gildi og hlúa að þeim.
Ég vil frekar grípa tækifærið í stað þess að búa í ótta við háskann.
Í greininni segir líka: ..Segir hann lykilatriði að virkja almenning til þess að hugsa skapandi í stað þess að bíða bara og taka því sem að höndum ber.,,
Við þekkjum af eigin reynslu að þegar við erum afkastamikil og skapandi líður okkur mikið betur heldur en þegar að við bíðum bara og höfum áhyggjur af því sem koma mun.
Maður þarf ekki að vera snillingur til að bera góðan ávöxt eða vera skapandi.
Kviður mannsins mettast af ávexti munns hans, af gróðri varanna mettast hann. Orðskv. 18:20
29.11.2008 | 12:14
Hroki eða ráðþæging
Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.
Orðskviðirnir 13:10
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)