Trú, trú trú



Trú von og kærleikur.

Nú á dögum höfum við fært okkur inn í kirkjurnar og sum okkar orðið innhverf, það er, erum í okkar litla heimi í okkar litlu krúttlegu kirkju þar sem við getum blessast og haft það kósí.

Mér varð nefnilega hugsað til þessa þegar að ég fór með vinkonu minni til að biðja fyrir veikri konu, ég velti því fyrir mér hvers vegna maður hefur ekki gert þetta oftar og af hverju fólk er ekki hvatt til að fara þangað sem þörf er og biðja fyrir fólki og tala líf inn í kringumstæður þess.

Nei, við höfum fests of mikið í því að fá fólk inn í kirkjuna til okkar. Erum með sérstakar stundir fyrir þetta  og hitt til að mæta öllum hugsanlegum þörfum okkar, við erum til að mynda með lækningasamkomur, vonarsamkomur, kærleikssamkomur og  alla vegana samskomur. Og er það gott!
En við megum bara ekki festast þar, sumir kristnir halda að eina leiðin til að bjarga náunga sínum eða hjálpa honum sé með því að koma honum í kirkju á þessa eða hina samkomuna eða messuna.

En því fer fjarri, það er líf okkar sem fyrst og fremst á að hjálpa náunga þínum. Bænir þínar og kærleikur þinn í garð hans.

Trú trú trú, því meira sem að þú biður og sérð bænasvör, því meiri trú, því meira sem að þú eignast í orðinu því meiri trú og því meiri kraftur. 
Okkur á að vera allir vegir færir, ,,þú munt ekki steyta fóti þínum við steini.,,
Trú er dauð án VERKANA, en fólk sér trú þína í VERKUM þínum. Hum pælið í því.

Æfið ykkur því að æfingin skapar meistarann, byrjið heima hjá ykkur biðjið og biðjið og biðjið, takið orðið og biðjið það út aftur og aftur og aftur, ég lofa ykkur því að trú ykkar mun aukast.

Um leið og þið eruð síðan tilbúin mun Guð leiða ykkur til þeirra sem þarfnast þess við, trúið mér að það eru margir þarna úti í svo mikilli þörf sem að þið getið hjálpað.

Munið að Jesús gekk um göturnar og talaði til fólksins og læknaði það.

Munið eftir konunni sem snart Jesú, Jesú fann kraftinn fara frá sér til hennar og hún læknaðist. 

,,Hún hugsaði:, Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða. Jafnskjótt þvarr blóðlát hennar, og hún fann það á sér, að hún var heil af meini sínu. Jesús fann þegar á sjálfum sér, að kraftur hafði farið út frá honum, og hann sneri sér við í mannþrönginni og sagði: Hver snart klæði mín?,, Mark 5: 28-31.

Í bænum ykkar getið þið snert við Jesú og fundið kraft hans koma inn í líf ykkar. 
 
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. 1 Kor 13:13 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ó já mikið rétt Unnur mín, ætli ég biðji ekki til Guðs svona 100 sinnum á dag ........

Flott að þú ert búin að setja inn myndir,vá hvað Lillurnar eru sætar...

Love Unnsa "litla" frænka

Unnur Perla (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 01:46

2 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Já Unna það er einmitt þetta sem að ég á við, að vera í stöðugri bæn til Guðs.

Lillurnar eru einmitt eitt bænasvarið, þegar að ég var að biðja Guð um að gefa mér þolinmæði og ég hélt að ég myndi vakna daginn eftir full af þolinmæði, nei Guð er svo góður að hann gaf mér frekar þessa litlu engla mína sem hafa kennt mér þolinmæði fram í fingurgóma. Ha ha ha

Unnur Arna Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 09:20

3 Smámynd: Linda

Frábær færsla hjá þér, og yndislegt að fá að lesa hana.

Linda, 8.12.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Svo sannarlega getum við lært mikið af systrum okkar og bræðrum um víða veröld. Það er viska að tileinka sér það sem gott er.

Takk fyrir hjörtun stelpur.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband