Fasta

Það er ekki laust við að mörgum þyki þetta orð leiðinlegt og fráhrindandi ætlað ofstækis trúarmönnum.En svo er nú bara alls ekki. Fasta er góð hvort sem þú ert trúaður eða ekki.En til eru margs konar föstur. Hægt er að fasta á ýmislegt annað en mat. Til dæmis er hægt að fasta á sjónvarp í viss langan tíma eða eins og landsmenn allir gerðu hér forðum daga föstuðu á sjónvarp á fimmtudögum.Það má með sanni segja að sjónvarp sé hinn versti tímaþjófur sem uppi hefur verið. En frábær afþreying ef rétt er notað. Nóg um það, nú er tími til að fasta fyrir landi og þjóð og vil ég hvetja hvern þann sem getur að taka sér tíma í föstu. Það þarf ekki að vera eitthvað yfirstíganlegt getur verið hádegismatur einu sinni í viku, eða sleppa sjónvarpi eitt kvöld í viku. Með föstunni komist þið nær Guði og fáið aukinn kraft í bænir ykkar. En mig langar samt sérstaklega að benda ykkur á aðra föstu sem talað er um í Biblíunni, fasta sem gengur út á það að gera öðrum gott. Það mætti segja að hið ágæta fólk á Bylgjunni hafi verið að fasta þegar að það tók sig til og gaf lopapeysur til kaldra Breta um daginn.Lesið eftirfarandi vandlega.

Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð. Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér. Þá munt þú kalla á Drottinn, og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: ,, Hér er ég!,, Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum, ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur.Jes 58:6-10.

Ég bið þess að Drottinn opinberi ykkur leyndardóminn á bak við þessa föstu og fyrirheitin sem að fylgja henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæra Unnur Arna

Frábær pistill og heilnæmt Guðs orð.


Hann sagði: "Já, því sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það." Lúk. 11:28.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2009 kl. 17:42

2 identicon

Elsku Unnur mín

Mikið er þetta fallegur pistill eins og annað sem þú hefur skrifað. Manni líður alltaf betur að lesa það. Vertu alltaf góðum Guði falin.

þín tengdamamma

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Sæl Rósa mín, hvenær ætlar þú að byrja að blogga aftur, ég er alltaf að kíkja á þig og sé bara sæta kærastann hennar vopnarósu sem verður bara fallegri og fallegri.

Ég bíð spent eftir blogginu þínu.

Kær kv.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 10:25

4 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Æ þú ert svo sæt elsku tengdamamma. Ég veit að þú ert góðum Guði falin.

Kær kv. þín tengdadóttir

Unnur Arna Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 10:27

5 Smámynd: Árni þór

já fasta á það að gera ekki gott og láta gott af sér leiða

Árni þór, 8.2.2009 kl. 15:49

6 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Nákvæmlega Árni, þú þekkir þetta.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 17:25

7 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Já gefið og yður mun gefið verða, það er leyndardómurinn.

Guð blessi þig Helga

Unnur Arna Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 08:41

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

100% sammála þér Unnur

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.2.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband